Steinullarmótið – Norðvesturþrennan II fór fram 1. ágúst í blíðskaparveðri

Þrátt fyrir rigningaspá og kulda skall á blíðskaparveður og mættu 28 keppendur til leiks á Steinullarmótið sem í ár er framlag GSS til Norðvesturþrennunnar, mótaröð GSK, GÓS og GSS.

Fyrirkomulag mótsins var punktakeppni án forgjafar í kvenna- og karlaflokki og einn opinn flokkur með forgjöf.

Helstu úrslit í karlaflokki voru:

1. sæti Arnar Geir Hjartarson GSS – 34 punktar.

2. sæti Jóhann Örn Bjarkason GSS – 26 punktar.

3. sæti Guðmundur Ragnarsson GSS – 24 punktar.

Helstu úrslit í kvennaflokki voru:

1.  Árný Lilja Árnadóttir GSS – 29 punktar.

2. Dagbjört Rós Hermundsdóttir GSS- 20 punktar.

3. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS- 20 punktar.

Helstu úrslit í opnum flokki með forgjöf:

1. Árný Lilja Árnadóttir GSS- 39 punktar.

2. Arnar Geir Hjartarson GSS- 38 punktar.

3. Svanborg Guðjónsdóttir GSS 37 punktar.

4. Dagbjört Rós Hermundsdóttir GSS – 37 punktar

5. Adolf Hjörvar Berndsen GÓS – 37 punktar

6. Reynir Barðdal GSS – 37 punktar.

Jóhann Örn Bjarkason var næstur holu í öðru höggi á 9/18 braut og Jón Jóhannson GÓS var næstur holu eftir upphafshögg á 6/15 braut.

Forsvarsmönnum Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki eru færðar þakkir fyrir stuðninginn.

 

 

 

Categories: Óflokkað