Sveitakeppni pilta 18 ára og yngri

Golfklúbbur Sauðárkróks sendir lið í sveitakeppni pilta 18 ára og yngri sem haldin verður á Hellu 23-25 ágúst n.k.

Liðið sem hefur verið valið skipa þeir:

Arnar Geir Hjartarson

Atli Freyr Rafnsson

Elvar Ingi Hjartarson

Hlynur Freyr Einarsson

Jónas Már Kristjánsson

Pálmi Þórsson

Á föstudaginn verður leikinn 18 holu höggleikur sem ræður niðurröðun í riðla. Eftir það verður spiluð holukeppni – tvöföld umferð bæði laugardag og sunnudag.

Hægt verður að fylgjast með framvindu keppninngar á www.golf.is alla keppnisdagana.

Categories: Óflokkað