Uppskeruhátíð barna og unglinga

Þá er komið að uppskeruhátíðinni. Hún verður n.k. laugardag 4.október kl.16:00.
Við ætlum að byrja á Flötinni þar sem við tökum stutt púttmót og leyfum síðan öllum að prófa golfherminn. Eftir það förum við upp í golfskála þar sem veittar verða viðurkenningar fyrir sumarið og jafnvel pizzuveisla – hver veit !!!. Allir sem mæta fá glaðning eins og undanfarin ár.  Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir. Endilega látið þetta berast til allra sem voru í golfskólanum í sumar.

Categories: Óflokkað