Advania mótið laugardaginn 7.september

Opna Advania mótið verður laugardaginn 7.september n.k.

Leikið verður með Texas scramble fyrirkomulagi.  Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28.  Leikforgjöf er fundin með því að leggja saman forgjöf pars og deila með 5.

Verðlaun verða veitt fyrir:

Fimm efstu sætin.

Nándarverðlaun á 6/15 braut fyrir næst holu á flöt. 

Fyrir lengsta teighögg á 9/18 braut á snöggslegnu svæði.

Ræst verður út á öllum teigum klukkan 10:00.  Keppendur þurfa að vera mættir í skála klukkan 9:45.

Skráning á golf.is og í síma 8946010.

Mótsgjald er 6000 fyrir parið.

 

Categories: Óflokkað