Allir á dekk

Nú er aðeins endahnykkurinn eftir við að ljúka 9 flötinni. Hins vegar vantar vinnufúsar hendur til að svo megi verða. Þess vegna er óskað eftir sjálfboðaliðum frá kl. 15:00 í dag og á morgun frá um 8 eða 9 og þangað til verkinu lýkur. Um er að ræða að raka til mold (og garðhrífur því mikilvægar) og síðan þökulagning í fyrramálið. Sumsé allir upp á dekk sem vettlingi geta valdið.

Categories: Óflokkað