Höfundur: Stjórn GSS

Covid 19 leiðbeiningar

Reglur varðandi framkvæmd æfinga og keppni – Golfsamband Íslands.
Reglur þessar tóku gildi 10. maí 2021 og gilda til og með 26. maí eða þar til breyting verður á reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 510/2021 frá 7. maí um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Æfingar og keppni eru heimilaðar með þeim takmörkunum sem reglur þessar setja.

Categories: Óflokkað

Miðvikudagmótaröðin

Kæru félagsmenn og aðrir aðdáendur Hlíðarendavallar

Miðvikudagsmótaröðin verður á sínum stað í sumar en hefur tekið smávægilegum breytingum, til hins betra að mati mótanefndar. Fyrst ber að nefna að samið hefur verið við nýjan styrktaraðila og mun mótaröðin bera titilinn Grána-Bistro mótaröðin a.m.k. næstu tvö sumur.  Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn og hlökkum til samstarfsins með þeim.

Okkur í mótanefnd langar að fjölga þátttakendum í mótaröðinni og höfum við því breytt reglum örlítið og aukið andvirði verðlauna. Við viljum einnig reyna að fá fleiri konur til að taka þátt og því verður nú keppt í bæði kvenna- og karlaflokki.

Nýjar reglur eru aðgengilega á heimasíðu golfklúbbsins en hér eru helstu atriði:

  • 10 stök mót á miðvikudögum
  • Þátttökugjald er 2.000 kr. pr. mót fyrir félagsmenn GSS (10 skipta kort verða seld)
  • Keppt í karla- og kvennaflokki, punktakeppni með forgjöf á hverju móti og einnig samanlagt í lok raðarinnar.
  • Í lok mótaraðar verður Gránu-Bistro meistari verðlaunaður, besti samanlagði árangur mótaraðar, punktakeppni án forgjafar, óháð kyni.
  • „Besta holan“ verður á sínum stað

Við hlökkum til að sjá ykkur fjölmenna á miðvikudagsmótin í sumar,

kveðja,
mótanefndin

Categories: Óflokkað

Hámark tveir saman

Aðgerðastjórn Almannavarna á Norðurlandi vestra beinir þeim tilmælum til félagsmanna GSS að fara í mesta lagi tveir saman í golf á Hlíðarendavelli til 16. maí.

Ljóst er að tiltektardagur og -mót, sem fyrirhugað var 16. maí, frestast um óákveðinn tíma.

Inniaðstaða Borgarflöt verður lokuð 10. – 16. maí.
Gildir um alla inniaðstöðu, hermi og púttsvæði.

Categories: Óflokkað