Author: Stjórn GSS

Tilboð til GSS félaga

Golfhöllin býður öllum félagsmönnum Golfklúbbs Skagafjarðar 20% afslátt af hermaleigu ef bókað er inn á golfhollin.is. Nota þarf kóðann: GSS til þess að fá afsláttinn. Ef bókað er 10 klst eða eiri í fastri bókun fram á vor bjóðum við 25% afslátt. Best er að senda okkur tölvupóst á golfhollin@golfhollin.is.

Í Golfhöllinni nnur þú 14 glænýja golfherma af nýjustu gerð frá TrackMan, TrackMan 4. Hermarnir eru þeir nákvæmustu á markaðnum og hafa sýnt sig og sannað í gæðum og upplifun kylfinga undanfarin ár.

Categories: Fréttir

Aðalfundur GSS 2021

Aðalfundur GSS verður að Hlíðarenda þriðjudaginn 30. nóvember kl. 20:00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Categories: Fréttir

Opna Advania – styrktarmót

Opna Advania verður haldið á Hlíðarendavelli 21. ágúst. Fyrirkomulagið er liðakeppni þar sem tveir leikmenn mynda lið og hvor spilar með sinn bolta. Betri bolti gildir á hverri holu. Stjórn GSS hefur ákveðið að mótsgjöld á Opna Advania renni til styrktar Hlyni Þór Haraldssyni og fjölskyldu hans vegna þeirra erfiðu veikinda sem hann glímir við.

Hlynur Þór er PGA golfkennari og þjálfaði hjá GSS eitt sumar fyrir nokkrum árum.  Á Króknum eignaðist hann góða vini enda er hann drengur góður.  

Nánari upplýsingar um mótið og skráning er á Golfbox.

Categories: Fréttir