Frábært golfmaraþon

Á föstudaginn fóru börn og unglingar klúbbsins létt með að spila 1000 golfholur eins og þau hétu að gera til styrktar unglingastarfi klúbbsins. Það tók þau aðeins um 11 klukkustundir. Frábær stemming var meðal krakkanna og allir stóðu sig frábærlega, ekki sýst þau yngstu, sem gengu allan daginn og létu engan bilbug á sér finna.

Golfklúbbur Sauðárkróks þakkar þátttakendum og styrktaraðilum kærlega fyrir frábæran dag.

Categories: Óflokkað