Meistaramót í Holukeppni

Nú fer að styttast í holukeppnina og hvetjum við alla til að skrá sig og vera með í skemmtilegu móti.

Skráningu í Holukeppni GSS lýkur föstudaginn 22.júní kl. 20. Dregið verður í 1. umferð eftir Jónsmessumót, sem er haldið föstudaginn 22.júní. Leikjum í fyrstu umferð skal vera lokið fyrir 30.júní.

Eftir fyrstu umferð verður keppendafjöldi jafnaður niður í 16 eða 8 með aukaleik/jum eftir útdrátt, ef þess þarf (fer eftir keppendafjölda).

Holukeppnin er spiluð með fullri forgjöf.

Þátttökugjald er aðeins 1000 kr.

Skráning á golf.is

Mótanefnd

Categories: Óflokkað