Fyrsta útiæfingin

Fyrsta útiæfing verður sunnudaginn 4.maí. Það verður „opin“ æfing milli kl. 14 og 17 fyrir alla í barna og unglingastarfinu. Hlynur verður með æfinguna og hægt verður að mæta einhvern tímann á þessum tímabili. Í framhaldinu verða settir upp fastir æfingatímar, en reglubundnar æfingar hefjast strax í næstu viku. Það þarf ekki endilega að mæta á slaginu 14, heldur þegar hverjum og einum hentar og fara þegar viðkomandi hentar. Sem sagt ekki nauðsynlegt að vera alla 3 klukkutímana 🙂

Categories: Óflokkað