Góður árangur á þriðja Ólafshúsmótinu

Eftir barning fram eftir vori virðast kylfingar vera að ná vopnum sínum, ef marka má úrslit úr þriðja Ólafshúsmótinu, en 23 kylfingar tóku þátt í mótinu. Veðrið var þokkalegt sem hafði góð áhrif á skorið. Sigurvegari án forgjafar var Jóhann Örn Bjarkason en hann spilaði á 78 höggum. Sigurvegari með forgjöf varð hins vegar Hlynur Freyr Einarsson, sem fékk 40 punkta og lækkaði verulega í forgjöf. Magnús Gunnar Gunnarsson og Guðni Kristjánsson komu skammt á eftir með 38 punkta.

Categories: Óflokkað