Úrslit á Opna Icelandair golfers mótinu.

Alls tóku 44 kylfingar þátt í Opna Icelandair golfers mótinu s.l. laugardag og var veður þokkalegt miðað við það sem á undan og eftir hefur gengið. Veitt voru verðlaun fyrir flesta punkta, en fyrir óinnvígða, þá fengu þeir sem spiluðu á fæstum höggum ekki endilega verðlaun, heldur var miðað við forgjöf viðkomandi. Sigurvegari var Ragnheiður Matthíasdóttir sem fékk 41 punkt, en Sigríður Elín Þórðardóttir fékk 40 punkta, Ólafur Árni Þorbergsson, Guðmundur Árnason og Arnar Geir Hjartarsson komu síðan í kjölfarið og hlutu öll verðlaun fyrir framistöðuna.

Categories: Óflokkað