GSS 50 ára

Til hamingju með afmælið kæru félagsmenn Golfklúbbs Skagafjarðar. Þann 9. nóvember árið 1970 boðuðu til fundar þeir félagar Friðrik. J. Friðriksson og Reynir Þorgrímsson, félagar í Rotaryklúbbi Sauðárkróks, til að kanna áhuga á golfíþróttinni á Króknum. Á fundinn mættu ríflega 20 manns sem töldust því til stofnfélaga Golfklúbbs Sauðárkróks.

https://www.feykir.is/is/frettir/golfklubbur-skagafjardar-50-ara-i-dag

Categories: Félagsstarf