GSS styrkir Ljósið í minningu Ingvars

003Varaformaður GSS Halldór Halldórsson afhenti í gærkvöldi Hrefnu Þórarinsdóttur 100.000 króna styrk til Ljóssins í minningu Ingvars í lokamóti Ólafshússmótaraðarinnar.  

Jafnframt fór fram verðlaunaafhending Ólafshússmótaraðarinnar. Bestan samanlagðan árangur í sjö mótum án forgjafar og með forgjöf náði Ingvi Þór Óskarsson og Ásgeir Björgvin Einarsson náði besta skori í besta holu leiknum. Magnús Gunnar Gunnarson var með flesta punkta með forgjöf í lokamótinu og Ingvar Þór var með flesta punkta án forgjafar.  Nánari upplýsingar um heildarúrslit mótaraðarinnar  er í golfskála og á GSS undir mótanefnd.

Golfklúbburinn þakkar Kristínu Magnúsdóttir og Sigurpáli Aðalsteinssyni styrktaraðilum Ólafshússmótaraðarinnar fyrir stuðninginn við mótaröðina.

 

 

005

Categories: Óflokkað