Minningarmót um Friðrik J. Friðriksson

Við minnum á opið golfmót á morgun til minningar um Friðrik lækni, einn af frumkvöðlum golfiðkunar á Sauðárkróki.

Leikfyrirkomulag er höggleikur með forgjöf.  Hámarksleikforgjöf karla er 24 og kvenna 28.

Mótið hefst stundvíslega klukkan 10:00 (Þáttakendur eru beðnir að mæta ekki seinna en kl. 9:45 við skálann)
Verðlaun fyrir að vera næst holu á flöt á 6/15. braut og næst holu í öðru höggi á 9./18. braut.

Ræst verður út á öllum teigum, skráning fer eftir „shotgun“ þar sem þú skráir þig í holl og á hvaða holu þú vilt byrja. Borgar sig að skrá sig sem fyrst og velja teig 🙂

Opið fyrir skráningu á golf.is til klukkan 20:00 föstudaginn 9. júní.

Categories: Óflokkað