Starfið komið á fullt – gagnlegar upplýsingar

Ágætu golfarar,

Núna er allt að komast í gang fyrir sumarið.

Sjoppan – Opnunartímar:
Mánudaga til föstudaga: 10:00 til 18:00 (Lengur meðan mót standa yfir á þriðjudögum og miðvikudögum)
Laugardaga og sunnudaga: 10:00 til 16:00 (Lengur þá daga sem mót eru haldin).

Árgjöld:
Þeir sem eiga eftir að ganga frá árgjöldum sumarsins eru beðnir um að drífa í því sem fyrst.

Nýliðanámskeið
Allir eru velkomnir á nýliðanámskeiðið sem hefst á fimmtudaginn 8. júní. Námskeiðið stendur saman af tveimur kennslustundum á viku (í fimm vikur, síðdegis á mánudögum og fimmtudögum). Nánari upplýsingar veitir Árný Lilja Árnadóttir í síma: 8499420

Rástímaskráning:
Við biðjum alla að skrá sig á rástíma á golf.is. Til þess þarf aðgang (Notendanafn og lykilorð).
Ef einhver vantar frekari upplýsingar eða aðstoð um þetta þá má hafa samband við undirritaðan.

Frjálsir föstudagar:
Áframhald verður á „frjálsum föstudögum“ en í fyrra prófuðum við að leyfa félagsmönnum að taka með sér gesti á föstudögum til að kynna golfvöllinn og íþróttina. Þau skilyrði sem við setjum er að gesturinn sé ekki í golfklúbbi og búi á svæðinu. Þetta er hugsað sem liður í kynningarstarfi sem allir félagsmenn geta tekið þátt í.

Categories: Óflokkað