Nýliðamót á þriðjudaginn og annar í Ólafshúsi á miðvikudag
Á þriðjudaginn 11 júní verður fyrsta nýliðamót sumarsins haldið. Á nýliðamótunum eru leiknar 9 holur og eru þau tilvalin vettvangur fyrir byrjendur til að mæla hvar þeir standa og hitta aðra sem eru á svipaðri getu. Þeir sem eru undir 30 í forgjöf geta ekki tekið þátt í mótinu. Skráning er á www.golf.is en einnig er hægt að fá aðstoð við skráningu í skála.
Á miðvikudag er síðan annað mótið í Ólafshúsmótaröðinni og er þátttakendum bent á að skrá sig á rástíma á golf.is.