Ólafshús styrkir GSS – fyrsta mótið í dag

Sigríður Elín formaður mótanefndar GSS og Kristín á Ólafshúsi kynna Ólafhsúsmótaröðina.

Veitingahúsið Ólafshús er einn af aðal styrktaraðilum GSS og í gærkvöldi var kynnt mótaröð, svokölluð Ólafshúsmótaröð, sem fram fer á miðvikudögum í sumar. Haldin verða 10 mót og veitir Ólafhús verðlaun fyrir þau öll en jafnframt fyrir besta árangur sumarsins með og án forgjafar. Þá var kynnt nýbreytni í mótaröðinni, svokölluð „besta hola“, þar sem kylfingar geta valið þrjár bestu holurnar á hverjum hring og skráð í sérstakt mót, sem gert verður upp í lok sumars.

Stuðningur Ólafshúss er klúbbnum ómetanlegur og færir stjórn klúbbsins stjórnendum þess sínar bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Fyrsta mótið fer síðan fram í dag. Skráning á www.golf.is

Categories: Óflokkað