Ólafshússmótaröðin 2016

Ólafshússmótaröðin 2016Tíunda og síðasta Ólafshússmótið fór fram miðvikudaginn 24. ágúst.  Andvirði mótsgjalda og frjáls framlög félagsmanna í GSS fóru ferðasjóð Ívars Elí Sigurjónssonar og fjölskyldu.

Helstu úrslit mótaraðarinnar:

Telma Ösp Einarsdóttir var með flesta punkta með forgjöf og Arnar Geir Hjartarson var með flesta punkta án forgjafar.  Ásmundur Baldvinsson vann BESTA HOLA, á 53 höggum nettó.

Á lokamótinu var Ásmundur Baldvinson með flesta punkta án forgjafar og Hjalti Árnason var með flesta punkta með forgjöf.

Eigendur Ólafshúss fá þakkir fyrir stuðninginn.

Categories: Óflokkað