Golfmót í golfherminum

Golfmót í herminum – uppfært

Mótið fer fram dagana 22-24 febrúar 2013.

Leiknar verð 18 holur á Beacon Ridge vellinum (í Eagle stroke).

 

Konur og öldungar leika af rauðum teigum en karlar af bláum.

Leikfyrirkomulag er höggleikur með forgjöf.  Miðað er við grunnforgjöf leikmanns og hækkar aukastafur ,5 og hærra  leikforgjöf upp í næstu heilu tölu en ,4 og lægra lækkar leikforgjöf niður í næstu heilu tölu.

Gert er ráð fyrir að þrír leiki saman í einu og hvert holl hafi þrjá tíma til að leika 18 holur.

Skráning mótið fer fram að Borgarflöt 2 eða hjá Muggi í síma 891-6244 og geta keppendur valið leiktíma miðað við það sem hér kemur á eftir:

Föstudaginn 22. febrúar munu 4 holl spila,  kl. 13, 16, 19 og 22.

Laugardaginn 23. febrúar munu 5 holl spila, kl. 9, 12, 15, 18 og 21.

Sunnudaginn 24. febrúar munu 2 holl spila, kl. 9 og 12.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 33.

Keppendur skulu sjálfir færa skorkort, skráð af skjánum, og fá þeir það í hendur áður en leikur hefst. Að leik loknum kvitta leikmenn undir.

Komi það fyrir á meðan að leik stendur að tölvan frjósi eða geri annan óskunda er hægt að byrja upp á nýtt, fara í „new hole“ og hefja aftur leik á þeirri holu sem óhappið átti sér stað á. Þá kemur sér vel að hafa handfært skorið á skorkort þar sem skorið í tölvunni er væntanlega glatað.

Verðlaunaafhending verður í mótslok á sunnudeginum.

Veitt verða ein veðlaunin. Styrktaraðili mótsins er Hlíðarkaup.

Categories: Óflokkað

Félagsgjöld

Félagsmenn eru góðfúslega minntir á að vera búnir að ganga frá eða semja um greiðslu árgjalds 2013 fyrir þann 1. mars  2013.

Hægt er að hafa samband við gjaldkera félagsins Ragnheiði Matthíasdóttur í netfanginu rama@arskoli.is

Categories: Óflokkað

Kynning á golfherminum fyrir börn og unglinga

Sunnudaginn 3.febrúar n.k. ætlar barna-og unglinganefnd GSS að vera með kynningu á golfherminum sem settur var upp í desember á Borgarflöt 2.

Kynningin er sérstaklega ætluð fyrir ungu kynslóðina en um að gera að taka mömmu og pabba með sér og einnig vinina ef þeir hafa áhuga Um að gera að hafa með sér þær kylfur sem þið viljið nota í herminum.

Kynningin stendur yfir á milli kl.16 og 19.  Þá er líka tilvalið að kíkja á nýja húsnæðið þó það sé ekki alveg fullfrágengið ennþá.

Endilega fjölmennið og prófið þennan stórskemmtilega golfhermi.

 

Categories: Óflokkað