554

Í lottó eða getraunum (1X2) er hægt að merkja við félag og fer þá hluti miðaverðsins til félagsins.

Númer GSS er 554.

Áfram GSS!

Categories: Óflokkað

Takmarkanir til 12. jan

Í reglugerð um sóttvarnir, sem gildir til 12. janúar 2021, er kveðið á um takmarkanir á íþróttaiðkun. Sjá https://www.golf.is/reglur-vardandi-ithrottastarf-sem-taka-gildi-thann-10-desember-2020/

Reglurnar hafa þau áhrif á golfiðkun GSS félaga að æfingar utandyra eru heimilar. Æfingar innandyra eru óheimilar. Undanþágur frá þessu eru 1) Íþróttaæfingar barna 2) æfingar í efstu deild 3) æfingar afreksfólks. Upplýsingar um æfingar barna og unglinga veitir Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, formaður barna- og unglinganefndar. Samkvæmt ofangreindu má kvennasveit GSS æfa innandyra.

Categories: Óflokkað

Aðalfundur GSS 2020

Aðalfundur GSS 2020 var haldinn 30. nóvember.  Fundurinn var netfundur að hluta: stjórnin var í skála en aðrir fundarmenn sóttu fundinn með hjálp Teams. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf.
Sigurjón Gestsson var kjörinn heiðursfélagi GSS fyrir áratuga sjálfboðavinnu við gróðursetningu og umhirðu gróðurs á Hlíðarendavelli.

Árið 2020 kom vel út í golfinu, starfið var blómlegt, félögum fjölgaði og fjöldi ferðakylfinga heimsótti Skagafjörð.  Félagið varð 50 ára og fagnaði stórafmælinu með ýmsum hætti.

Glæsileg afmælisterta frá Bakarí Sauðárkróks sem mótsgestir 50 ára afmælismóts GSS gæddu sér á þann 27. júní 2020.

Ekki urðu miklar breytingar á stjórn eða nefndum. Stjórn og nefndir 2021:  http://www.gss.is/um-gss/stjornnefndir/

Á fundinum var greint frá endurnýjun samninga milli GSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Einnig var sagt frá afmælisgjöf sveitarfélagsins til kaupa á golfhermi. Nýr golfhermir mun koma sér vel í starfinu, ekki síst við þjálfun barna og unglinga.

Stórn GSS þakkar félögum fyrir gott golfár 2020 og fyrirtækjum fyrir stuðninginn á 50 ára afmælisárinu.

Við hlökkum til starfsins 2021 og bjóðum nýja félaga velkomna.

Categories: Félagsstarf