Aðalfundur GSS 2020

Aðalfundur GSS 2020 var haldinn 30. nóvember.  Fundurinn var netfundur að hluta: stjórnin var í skála en aðrir fundarmenn sóttu fundinn með hjálp Teams. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf.
Sigurjón Gestsson var kjörinn heiðursfélagi GSS fyrir áratuga sjálfboðavinnu við gróðursetningu og umhirðu gróðurs á Hlíðarendavelli.

Árið 2020 kom vel út í golfinu, starfið var blómlegt, félögum fjölgaði og fjöldi ferðakylfinga heimsótti Skagafjörð.  Félagið varð 50 ára og fagnaði stórafmælinu með ýmsum hætti.

Glæsileg afmælisterta frá Bakarí Sauðárkróks sem mótsgestir 50 ára afmælismóts GSS gæddu sér á þann 27. júní 2020.

Ekki urðu miklar breytingar á stjórn eða nefndum. Stjórn og nefndir 2021:  http://www.gss.is/um-gss/stjornnefndir/

Á fundinum var greint frá endurnýjun samninga milli GSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Einnig var sagt frá afmælisgjöf sveitarfélagsins til kaupa á golfhermi. Nýr golfhermir mun koma sér vel í starfinu, ekki síst við þjálfun barna og unglinga.

Stórn GSS þakkar félögum fyrir gott golfár 2020 og fyrirtækjum fyrir stuðninginn á 50 ára afmælisárinu.

Við hlökkum til starfsins 2021 og bjóðum nýja félaga velkomna.

Categories: Félagsstarf

Aðalfundur 30. nóv

Aðalfundur Golfklúbbs Skagafjarðar (GSS) verður haldinn mánudaginn 30. nóvember kl. 20:00. Vegna samkomutakmarkana verður fundurinn netfundur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Þeir sem ætla að taka þátt í aðalfundi þurfa að skrá sig fyrir 29. nóvember með því að senda tölvupóst á formadur@gss.is. Í tölvupóstinum þarf að koma fram nafn og netfang þátttakanda.

Hér má lesa ársskýrsluna og ársreikning. Einnig er powerpont kynning á skýrslu formanns.

Í ársskýrslunni er tillaga til aðalfundar að gjaldskrá 2021. Tillagan er hér:

Tillaga að meistaramótsreglum

Categories: Félagsstarf

GSS 50 ára

Til hamingju með afmælið kæru félagsmenn Golfklúbbs Skagafjarðar. Þann 9. nóvember árið 1970 boðuðu til fundar þeir félagar Friðrik. J. Friðriksson og Reynir Þorgrímsson, félagar í Rotaryklúbbi Sauðárkróks, til að kanna áhuga á golfíþróttinni á Króknum. Á fundinn mættu ríflega 20 manns sem töldust því til stofnfélaga Golfklúbbs Sauðárkróks.

https://www.feykir.is/is/frettir/golfklubbur-skagafjardar-50-ara-i-dag

Categories: Félagsstarf