Stór helgi framundan hjá GSS

Frá Kvennamótinu 2010.

Næstu helgi verður Kvennamót GSS haldið á laugardegi og unglingamótið Nýprent open á sunnudegi, það verður því mikið um að vera á Hlíðarendavelli þessa helgi og vonandi að veðrið verði okkur hliðholt, en geta má þess að örfáir rástímar eru lausir í kvennamótinu og hver kona því að verða síðust að skrá sig. Hvetjum við börn og unglinga að skrá sig á Nýprent open, sem er flaggskip unglingastarfsins. Full ástæða er fyrir aðra en kylfinga að líta við í kaffi að Hlíðarenda og fylgjast með því starfi sem þar fer fram.

Categories: Óflokkað