Úrslit í Hlíðarkaupsmótinu 2016

Hlidarkaup2016Hlíðarkaupsmótið fór fram 23. júlí í logni, rigningu og þoku.  Þrjátíu keppendur mættu til leiks og var ræst út af öllum teigum klukkan 10:00.  Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og voru veitt verðlaun fyrir fimm efstu sætin en einnig voru nándarverðlaun á 3/12 og 6/15 holu.

Helstu úrslit voru:

1. Andri Þór Árnason GSS – 36 punktar

2. Haraldur Friðriksson GSS – 33 punktar

3. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS – 32 punktar

4.  Stefán Bjarni Gunnlaugsson GA – 31 punkt

5. Ásmundur Baldvinsson GSS – 31 punkt.

Rafn Ingi Rafnsson var næstur holu á 3/12 braut og Andri Þór Árnason var næstur holu á 6/15 braut.

GSS þakkar Ásgeiri í Hlíðarkaup fyrir stuðninginn.

Categories: Óflokkað