Velheppnaður vinnudagur

Í gærkvöldi var vinnukvöld hjá klúbbnum, eins og kom fram í síðasta fréttabréfi,  þar sem unnið var að þrifum og málningu í íbúð golfkennara. Fámennur er harðsnúinn hópur mætti til leiks og dreif verkið af. Eru þeim færðar bestu þakkir.

Þeim sem ekki áttu heimagengt gefst fljótlega tækifæri til að hjálpa til við þrif á skála og fleiri verkefni, sem auglýst verður nánar síðar.

Categories: Óflokkað