Vodafone open á laugardaginn. Skráningu lýkur kl 19:00 í dag.

Þegar hafa tæplega 50 manns skráð sig til keppni í Opna Vodafone mótinu, sem haldið er með tilstyrk Vodafone og Rafsjár á Sauðárkróki. Mótið er hluti af hinni svokölluðu Norðvesturþrennu, sem er mótaröð haldin á Norðvesturlandi. Öllum er þó heimil þátttaka. Góð verðlaun eru í boði, bæði fyrir höggleik karla og kvenna og eins punktakeppni.

Categories: Óflokkað