Góð þátttaka á mótum sumarsins

Góð þátttaka hefur verið í golfmótum sumarsins hjá GSS og ágætur árangur náðst. Um 55 manns spiluðu í opna Steinullarmótinu mótinu sem fram fór 20. júlí og nokkrir í viðbót spiluðu daginn eftir í British open comes to Sauðárkrókur. Framundan eru mót næstu helgar. Hlíðarkaupsmótið verður næsta laugardag, þar sem ræst verður út í öllum hollum klukkan 10:00. Veðurspáin er fín og um að gera að skrá sig á www.golf.is

Categories: Óflokkað