Síðasta opna mót sumarsins, samkvæmt mótaskrá, fór fram nú á laugardaginn. Þrátt fyrir kuldann undanfarið var fínasta veður á kylfingum. Keppt var í punktakeppni með og án forgjafar. Án forgjafar varð Ólafur Árni Þorbergsson hlutskarpastur en Einar Haukur Óskarsson og Haraldur Friðriksson fylgdu í kjölfarið. Í keppni með forgjöf varð Svanhildur Guðjónsdóttir hlutskörpust en Pétur Friðjónsson og Dagbjört Rós Hermundardóttir urðu jöfn í 2-3 sæti.
Fyrirhugað er að bændaglíman fari fram næstu helgi og ef verður leyfir mun mótanefnd fyrirvaralítið skella á mótum þegar þeirra verður síst von. Í öllu falli er völlurinn í fínu standi og því lítil ástæða til annars en að skjótast í golf þegar tækifæri gefst til.