Mánuður: desember 2014

Uppskeruhátíð UMSS – Góður árangur hjá GSS

Fulltrúar GSS á uppskerhátíð UMSS
Fulltrúar GSS á uppskerhátíð UMSS

Uppskeruhátíð Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) var haldin laugardaginn 27.desember 2014 í Húsi frítímans á Sauðárkróki.

Byrjað var á því að veita ungum og efnilegu íþróttafólki viðurkenningu. Frá Golfklúbbi Sauðárkróks fengu þau Hildur Heba Einarsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson viðurkenninguna.

Því næst var valið lið ársins að mati UMSS en þetta er í fyrsta skipti sem þessi viðurkenning er veitt. Það var kvennasveit GSS sem hreppti þessi verðlaun en eins og kunnugt er þá sigruðu þær örugglega í 2.deild sveitakeppni GSÍ s.l. sumar. Það var Sigríður Elín Þórðardóttir sem tók við þessum verðlaunum fyrir hönd sveitarinnar. Þá var einnig í fyrsti skipti valinn þjálfari ársins innan aðildarfélaga UMSS. Það var þjálfarinn okkar hann Hlynur Þór Haraldsson sem var valinn.

Að lokum var síðan lýst kjöri á íþróttamanni Skagafjarðar fyrir árið 2014. Arnar Geir Hjartarson varð í 3.sæti í þessu kjöri. Frjálsíþróttakappinn Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð í 2.sæti og Íþróttamaður Skagafjarðar árið 2014 er Baldur Haraldsson sem hampaði íslandsmeistaratitli í rallý s.l. sumar.

Golfklúbbur Sauðárkróks óskar öllu þessu glæsilega íþróttafólki til hamingju með árangur sinn og vonar að þessar viðurkenningar verði til enn meiri hvatningar á komandi ári.

 

Categories: Óflokkað

Jólatilboðin í ár ! – Árgjald á tilboðsverði og afsláttur í golfherminn

Staðgreiðslutilboð á félagsgjöldum fyrir árið 2015

 5% staðgreiðsluafsláttur af félagsgjöldum – Gildir til 31. desember 2014.

Þeir sem vilja nýta sér þetta geta haft samband við Magnús Helgason gjaldkera GSS í síma 867-8998 eða með tölvupósti á gjaldkeri@gss.is

Einfaldast er að millifæra á reikning félagsins í Sparisjóði Skagafjarðar nr.1125-26-72 kt.570884-0349.

 

Gjaldskrá 2015 og tilboðsverð!
Félagsgjald m/5% afsl. Byrjunargjald m/5% afsl.
Full gjald einstaklings 48.000 kr. 45.600 kr. 29.200 kr. 27.740 kr.
Hjónagjald 74.000 kr. 70.300 kr. 46.800 kr. 44.460 kr.
Fjölskyldugjald 81.400 kr. 77.330 kr. 52.000 kr. 49.400 kr.
 
67 ára og eldri 29.200 kr. 27.740 kr.
16-19 ára og nemar 24.200 kr. 22.990 kr.
13-15 ára 18.900 kr. 17.955 kr.
12 ára og yngri 15.700 kr. 14.915 kr.
Á síðasta starfsári greiddu félagar 20 ára og eldri kr.5.000 aukalega í klúbbinn en fengu á móti
ávísun/inneign sem hægt er að nota sem greiðslu í klúbbhúsi. Gildir ekki til greiðslu á
mótagjöldum! Ávísun/inneign gildir út starfsárið þ.e. til og með 31.október ár hvert og
hafi hún ekki verið nýtt á þessu tímabili tapar handhafi því sem eftir stendur af inneign.
Sú breyting varð nú gerð að þetta gjald er sett inn í árgjaldið en ávísunin verður eftir
sem áður til notkunar í klúbbhúsi.
Samþykkt á aðalfundi 9.desember 2014.  

 

Jólatilboð í golfherminn  –  Tilvalin jólagjöf

Fimm tíma kort kr. 10.000.-

Tíu tíma kort kr. 20.000.-

Upplýsingar gefur Kristján Jónasson  894 5276

Ath.tilboðið gildir fram að jólum!

Categories: Óflokkað

Rafn Ingi Rafnsson nýr formaður GSS

Aðalfundur Golfklúbbs Sauðárkróks var haldinn í golfskálanum á Hlíðarenda þriðjudaginn 9.desember s.l. Ágæt mæting var á fundinn og voru umræður líflegar og skemmtilegar eins og jafnan er á aðalfundi GSS. Venjuleg aðalfundarstörf voru á fundinum og fluttu formenn nefnda ítarlegar skýrslur. Breytingar urðu einnig á stjórn klúbbsins. Rafn Ingi Rafnsson var kosinn formaður og tekur við af Pétri Friðjónssyni sem gegnt hefur því embætti undanfarin ár. Þú var Magnús Helgason kosinn gjaldkeri og tekur hann við af Ragnheiði Matthíasdóttur.  Fundurinn þakkaði þeim Pétri og Ragnheiði kærlega fyrir störf þeirra í þágu klúbbsins á undanförnum árum. Ný stjórn er því þannig skipuð að Rafn Ingi Rafnsson er formaður, Halldór Halldórsson varaformaður, Magnús Helgason gjaldkeri og Dagbjört Hermundsdóttir ritari. Einnig sitja formenn 3ja nefnda í stjórn. Sigríður Elín Þórðardóttir sem formaður mótanefndar, Rúnar Vífilsson formaður vallarnefndar og Hjörtur Geirmundsson formaður barna-og unglinganefndar.

IMG_9907
Rafn ásamt Árný og Hákoni

Á fundinum var tilkynnt að Arnar Geir Hjartarson hafi verið tilnefndur af Golfklúbbi Sauðárkróks í kjöri til íþróttamanns Skagafjarðar. Þá var afhentur fyrirmyndarbikar GSS sem er farandbikar sem er veittur árlega þeim kylfingi sem þykir hafa verið til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. Að þessu sinni hlaut Herdís Sæmundardóttir bikarinn.

Ítarlega skýrslu fyrir starfsárið er að finna hér á síðunni.

Golfklúbbur Sauðárkróks Ársskýrsla 2014

Categories: Óflokkað