Aðalfundur GSS

Ágætu félagar,

Við viljum minna á aðalfund GSS mánudaginn 6.jan. nk. vegna ársins 2013

Einnig hvetjum við sem flesta til að gefa kost á sér í nefndir og/eða bjóða sig fram í stjórn klúbbsins. Samkvæmt lögum GSS þá skal kjósa á næsta aðalfundi formann, varaformann, ritara og formann barna- og unglingaráðs og er öllum frjálst að bjóða sig fram í þessi störf, ljóst er að einhverjir þeirra sem í dag gegna þessum embættum gefa ekki kost á sér til endurkjörs.  Hvetjum við félagsmenn til að bjóða sig fram til stjórnar- og nefndastarfa, til þess þarf ekki að hafa verið í golfi um lengri tíma heldur geta allir tekið þátt í starfi klúbbsins – vanir/óvanir, ungir/aldnir, konur eða karlar.

Stjórnin

Categories: Óflokkað