Anna Karen í þriðja sæti á unglingamótaröð GSÍ

Anna Karen endaði í 3ja sæti í flokki 15-16 ára stúlkna á unglingamótaröð GSÍ sem haldin var á Jaðarsvelli á Akureyri 17. – 18. júlí. Leiknar voru 36 holur.
Í fyrsta sæti var Perla Sól Sigurbrandsdóttir frá GR á 144 höggum, í öðru sæti var Sara Kristinsdóttir GM á 162 höggum. Jafnar í 3ja sæti voru Anna Karen Hjartardóttir GSS og Berglind Erla Baldursdóttir GM á 163 höggum.

Við óskum Önnu Karen innilega til hamingju með árangurinn.

Verðlaunahafar.

Frábært veður var báða daga en mikill vindur fyrstu 13 holurnar seinni daginn gerði keppnina mjög krefjandi. Hitinn var mikill á meðan keppni stóð, 23-24 gráður.

Fleiri keppendur tóku þátt frá GSS, þau Una Karen Guðmundsdóttir og Tómas Bjarki Guðmundsson og stóðu sig vel.

Nánari upplýsingar um úrslit eru á golf.is

Categories: Óflokkað