Arnar Geir í 7.sæti í Indiana

Arnar Geir og félagar í Missouri Valley College spiluðu í Indiana á Purgatory Intercolligate mótinu í Noblesville 29.mars s.l. Upphaflega átti mótið að vera 2 dagar en vegna veðurs þá var seinni dagurinn felldur niður. 18 lið tóku þátt og 97 einstaklingar spiluðu. Arnar Geir spilaði flott golf og var á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og endaði í 7. sæti í einstaklingskeppninni og var með besta skor í sínu liði. Liðið endaði síðan í 3.sæti í mótinu.

Hérna má sá úrslitin í einstaklingskeppninni.

Categories: Afreksstarf