Höfundur: admin

Vetrarstarfið á fullu á Flötinni

Vetrarstarfið á Flötinni er í fullum gangi þessa dagana.
Á þriðjudögum kl.17-18 er æfingar fyrir 10 ára og yngri
Á sunnudögum kl.16-18 er æfing fyrir 11 ára og eldri.
Á mánudagskvöldum kl.19-20 er Bakarísmótaröðin í fullum gangi.
Þetta er púttmót og spilaðar eru 27 holur. Þáttökugjald er 500,- og er verðlaun fyrir fyrsta sætið.
Sauðárkróksbakarí er styrktaraðili mótaraðarinnar. 7 efstu í hverju móti hljóta síðan stig fyrir heildarkeppnina.
Flott þáttaka hefur verið og mikil stemming.
Nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu golfklúbbsins.
https://www.facebook.com/groups/83070688850/

Síðan er vert að minna á að hægt er að fá tíma í golfherminn á hverjum degi. Upplýsingar um það er að finna hér á síðunni.

Reglur fyrir púttkeppnina eru þessar:
Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasætum telja fyrst seinni 9, svo síðustu 6, þá síðustu 3 og að lokum síðasta holan. Verði keppendur ennþá jafnir verður varpað hlutkesti.

Verðlaun fyrir efsta sæti eru gjafabréf frá Sauðárkróksbakarí.
Heildarkeppnin:
Veitt verða stig fyrir 7 efstu sætin í hverju móti. Púttmeistari verður sá stigahæsti í lokin. 7 bestu mótin eru talin.
Stigagjöf:

1. sæti 10 stig
2. sæti 8 stig
3. sæti 6 stig
4. sæti 4 stig
5. sæti 3 stig
6. sæti 2 stig
7. sæti 1 stig

Categories: Óflokkað

Aðalfundur GSS þriðjudaginn 29.nóvember

Aðalfundur Golfklúbbs Sauðárkróks verður haldinn í golfskálanum að Hlíðarenda, þriðjudaginn 29. nóvember 2016, kl. 19:30.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Skýrsla stjórnar og nefnda
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar og varamanna.
5. Kosning í aðrar nefndir samanber 9.grein.
6. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og tveir til vara.
7. Kosning fulltrúa á Golfþing G.S.Í og þing U.M.S.S.
8. Ákvörðun inntökugjalds
9. Ákvörðun félagsgjalda
10. Önnur mál.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Stjórn GSS

Categories: Óflokkað

Norðurlandsmótaröð barna og unglinga lokið

Lokamót Norðurlandsmótaraðar barna og unglinga fór fram á Jaðarsvelli sunnudaginn 4. september s.l. Að venju átti Golfklúbbur Sauðárkróks marga þáttakendur í öllum flokkum sem keppt var í. Þá voru einnig krýndir Norðurlandsmeistarar í öllum flokkum og þar átti Golfklúbbur Sauðárkróks tvo sigurvegara. Það voru þær Anna Karen Hjartardóttir sem varð Norðurlandsmeistari í flokki 12 ára og yngri og Hildur Heba Einarsdóttir sem varð Norðurlandsmeistari í flokki 14 ára og yngri. Báðar voru þær að verja Norðurlandsmeistaratitla sína í þessum flokkum frá því í fyrra. Fjögur mót eru í mótaröðinni og telja þrjú bestu til titilsins. Keppt var á Sauðárkróki, Dalvík, Ólafsfirði og loks Akureyri.
Helstu úrslit úr lokamótinu sjálfu hjá keppendum Golfklúbbs Sauðárkróks voru þessi.
Í byrjendaflokki sigraði Una Karen Guðmundsdóttir og Rebekka Helena Barðdal Róbertsdóttir varð í öðru sæti. Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson varð í öðru sæti í flokki 12 ára og yngri og Anna Karen Hjartarsdóttir varð í þriðja sæti í sama flokki. Maríanna Ulriksen varð í öðru sæti í flokki 14 ára og yngri og Hildur Heba Einarsdóttir í þriðja sæti í sama flokki. Í flokki 15-16 ára varð Telma Ösp Einarsdóttir í öðru sæti og Hákon Ingi Rafnsson varð einnig í öðru sæti í sama flokki.

2016-09-05-22-34-54

Allar nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.golf.is
Keppendur Golfklúbbs Sauðárkróks voru mjög dugleg að sækja þessa mótaröð í allt sumar og náðu flottum árangri og voru til fyrirmyndar bæði á golfvellinum sem utan hans.

Categories: Óflokkað