Author: Stjórn GSS

Opna kvennamót GSS

Opna kvennamót GSS fór fram á Hlíðarendavelli laugardaginn 29. júní. Þátttakendur voru 55 konur úr ýmsum golfklúbbum. Sigurvegari var Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir (GSS) með 43 punkta. Í öðru sæti var Anna Karen Hjartardóttir (GSS) með 43 punkta og í þriðja sæti var Hildur Heba Einarsdóttir (GSS) með 41 punkt. Engin fór tómhent heim, þökk sé frábærum stuðningi fjölmargra fyrirtækja. Það er gaman að geta tekið á móti svona flottum hópi, það er góð kynning á Hlíðarendavelli og úrvals kynning fyrir Skagafjörð.

Categories: Félagsstarf

Punktar úr starfinu

Nokkrir punktar úr starfinu:

  • Skálinn er að jafnaði opinn virka daga 10 – 18 og um helgar 10 – 16 (lengur ef það er mót).
  • Mikil gróska er í barna- og unglingastarfi klúbbsins.  Golfskólinn er mánudaga til fimmtudaga. 11 ára og yngri eru kl 10:30 – 12:00.  12 ára og eldri eru kl 13:30 – 15:30.  Sumartím er kl. 8:30 – 10:00. Arnar Geir og Atli Freyr eru aðalþjálfarar og standa sig með miklum sóma. Helga Jónína (helgajg@simnet.is) er formaður unglinganefndar sem hefur í mörg horn að líta.  
  • Það er gaman að sjá hve góð þátttaka er í nýliðanámskeiðinu.  Við fögnum nýju fólki og öðrum sem snúa aftur eftir pásu.  Árný Lilja og Arnar Geir eru frábærir leiðbeinendur.  Í framhaldi af nýliðanámskeiði verður lokahóf og fleira skemmtilegt s.s. vanur/óvanur og gullteigamót.  Kynningar- og nýliðanefndin heldur utan um nýliðastarfið. Formaður er Dagbjört Rós (dagbjort79@live.com)
  • Mótin eru farin að rúlla. Unglinganefndin hélt fyrsta föstudagsmót sumarsins þann 7. júní. Opna KS mótið var haldið 8. júní í sól og smá strekkingi.  Sigurvegarar voru Arnar Geir og Ingvi Þór.  Mót sumarsins má sjá á golf.is.  Andri Þór (andri@byggdastofnun.is) er formaður mótanefndar.
  • Vallarnefnd, vallarstjóri og dómarar klúbbsins hafa komist að niðurstöðu um merkingar vítasvæða.  Vallarstarfsmenn eru búnir að merkja.  Vítasvæði eru merkt með gulum eða rauðum hælum.  Formaður vallarnefndar er Guðmundur Ágúst (gummiag@simnet.is )
  • Dagana 9. – 16. júní verður GSS með léttan útdráttarleik fyrir félagsmenn: Dregið verður úr skráðum rástímum (á golf(.)is) og sá heppni fær glaðning. Til gamans gert en einnig til að hvetja fólk til að fara á völlinn og skrá rástíma. Skráning rástíma sýnir tillitssemi við aðra. Það ætti enginn að fara á völlinn nema með skráðan rástíma. Skráning er allra hagur. Vertu með í leiknum og kannski dettur þú í lukkupottinn.

Categories: Félagsstarf

Nýliðanámskeið

Nýliðanámskeið hefst mánudaginn 27. maí. Kennt verður mánudaga og fimmtudaga kl. 17:30 – 18:30. Skráning er með tpósti á formadur@gss.is. Mæting við golfskála. Á námskeiðunum er farið í undirstöðuatriði golfsins. Leiðbeinendur eru Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson.

Categories: Félagsstarf