Flokkur: Félagsstarf

Meistaramót GSS 2020

Meistaramót GSS fór fram dagana 8. – 11. júlí í góðu veðri á Hlíðarendaavelli sem var í toppstandi.  Þátttaka var góð og keppt í 7 flokkum.  Klúbbmeistarar GSS árið 2020 eru Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir.  Mótinu lauk með verðlaunaafhendingu í lokahófi í golfskálanum þar sem snæddur var góður matur frá KK restaurant.
Nánari upplýsingar um úrslit eru á golf.is

Anna Karen og Arnar Geir klúbbmeistarar
Meistaramót GSS 2020: hluti keppenda
Öldungaflokkur:Reynir (2), Haraldur (1) og Sigmundur (3).
Annar flokkur kvenna. Rakel (3), Halldóra (1) og Sirrý (2)
Annar flokkur karla: Tómas (2), Guðni (1) og Guðmundur (3)
Fyrsti flokkur kvenna: Una Karen (2), Rebekka (1) og Hafdís (3)
Fyrsti flokkur karla: Hjörtur (2) og Magnús (1), á myndina vantar Friðjón (3).
Meistaraflokkur kvenna: Hildur (2), Anna (1) og Dagbjört (3)
Meistaraflokkur karla: Hlynur (2), Arnar (1) og Jóhann (3).

Categories: Félagsstarf Mótanefnd

Kvennamót GSS 2020

Kvennamót GSS fór fram í sólinni á Hlíðarendavelli laugardaginn 4. júlí, sautjánda árið í röð. Kylfingar glímdu við vind úr ýmsum áttum en skarðagolan var þó áberandi. Völlurinn skartaði sínu fegursta, blómum skreyttur og snyrtilegur í alla staði. Um 50 konur mættu til leiks og heppnaðist mótið vel. Sigurvegari í ár var Dagbjört Rós Hermundóttir GSS, en nánari úrslit má nálgast á golf.is.Konur í klúbbnum hjálpast að við undirbúning og utanumhald mótsins en mótið er styrkt af fjölda fyrirtækja í Skagafirði og víðar. Að vanda svignaði verðlaunaborðið undan glæsilegum verðlaunum og er styrktaraðilum færðar hjartans þakkir fyrir stuðninginn.

Þátttakendur í Kvennamóti GSS 2020
Rósir voru við alla teiga
Glæsileg og fjölbreytt verðlaun

Categories: Félagsstarf