Author: Stjórn GSS

Kjötbanka mótaröðin

Kjötbanka mótaröðin hefst miðvikudaginn 1. júní nk. Skráning fer fram á golfboxi, hvetjum alla til að taka þátt. Uppfærðar reglur mótaraðarinnar verða settar inn á heimasíðu GSS. Áætlaðar dagsetningar eru þessar í sumar (sjá mótaskrá á golf.is):

  1. 1. júní
  2. 8. júní
  3. 15. júní
  4. 22. júní
  5. 29. júní
  6. 6. júlí
  7. 3. ágúst
  8. 10. ágúst
  9. 17. ágúst
  10. 24. ágúst

Um að gera að vera með frá byrjun því auk verðlauna á hverju móti verða veitt verðlaun fyrir bestan samanlagðan árangur á 6 mótum í karla og kvennaflokki. Nánari upplýsingar veitir mótanefnd.

Categories: Óflokkað

Félagsgjöld 2022

Á síðasta aðalfundi GSS, sem haldinn var þann 30 nóvember 2021, var eftirfarandi samþykkt hvað varðar félagsgjöld, inneign í sjoppu og innheimtu þessara gjalda.  Breytingar frá fyrra ári eru þær að félagsgjöld hækka örlítið en inneign í sjoppu stendur í stað,  einnig er ætlunina að innheimtan verði óbreytt frá fyrra ári þ.e. innheimt verður með 5 jöfnum greiðslum (greiðsluseðlum) sem kom í heimabanka félaga. 

Félagsgjöld
Fjölskyldugjald – kr. 123.750 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000,  hver greiðsla 24.750 kr.
Hjónagjald – kr. 107.500 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000,  hver greiðsla 21.500 kr.
Hjónagjald 67 og eldri – kr. 83.125 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000, hver greiðsla 16.625 kr.
Einstaklingsgjald – kr. 70.000 – Innifalið inneign í sjoppu kr. 5.000,  hver greiðsla 14.000 kr.
Einstaklingsgjald 67 ára og eldri – kr. 53.750 – Innifalið inneign í sjoppu kr. 5.000, hver greiðsla 10.750 kr.
17-26 ára – kr. 35.750.  Hver greiðsla 7.150 kr.
13-16 ára – kr. 29.250.  Er ekki innheimt með greiðsluseðlum
12 ára og yngri – kr. 22.750.  Er ekki innheimt með greiðsluseðlum

Byrjendagjald fjölskyldu – kr. 78.250 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000.  Hver greiðsla 15.650 kr.
Byrjendagjald hjóna – kr. 68.500 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000.  Hver greiðsla 13.700 kr.
Byrjendagjald   einstaklings – kr. 44.000 – Innifalið inneign í sjoppu kr. 5.000.   Hver greiðsla  8.800 kr.

Aukaaðild að klúbbnum:
Hjónagjald  –  kr. 68.500 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000.  Hver greiðsla 13.700 kr.
Einstaklingsgjald  –  kr. 44.000  –  Innifalið inneign í sjoppu kr. 5.000.  Hver greiðsla 8.800 kr.

Innheimta
Ef einhver félagsmaður er ekki með heimabanka eða af einhverjum ástæðum hefur ekki fengið greiðsluseðil þá endilega hafið samband við gjaldkera GSS (gjaldkeri@gss.is), einnig ef félagsmaður telur að greiðsluseðillinn sé rangur eða svo ólíklega skyldi vilja til að viðkomandi ætli ekki að greiða.
Reikningar (kvittanir) fyrir greiðslu félagsgjalda verða gefnar út til þeirra sem þess óska í lok maí eða þegar gjöldin hafa verið greidd að fullu.   

Vegna framangreindra breytinga óskum við eftir því að þið látið okkur vita sem fyrst ef þið ætlið ekki að vera með á árinu 2022. 
Helgina 22-23 janúar verða fyrsu greiðsluseðlarnir sendir út.  Við biðjum félagsmenn um að yfirfara greiðsluseðlana þegar þar að kemur og kanna hvort að  fjárhæð greiðslunnar er 1/5 af heildarfélagsgjöldum viðkomandi.
Innheimta fjölskyldugjalds/hjónagjalds verður innheimt hjá elsta fjölskyldumeðlim nema óskað sé eftir öðru fyrirkomulagi.

Gjaldkeri GSS sér um innheimtu félagsgjalda. Netfang hans er gjaldkeri@gss.is

Janúar 2022,
stjórn GSS

Categories: Óflokkað