Frábært skor á KS mótinu

Opna KS mótið fór fram laugardaginn 9 júní í blíðskapar veðri. Alls tóku tæplega 50 kylfingar þátt í mótinu sem tókst hið besta og var árangurinn frábær hjá mörgum kylfingum. Mótið var spilað með Texas Scramble fyrirkomulagi, þannig að tveir og tveir spila saman í liði og velja betra högg í hvert sinn sem þeir slá.

Í fyrsta sæti í mótinu urðu þau Árný Árnadóttir og Rafn Ingi Rafnsson. Þau komu inn á ótrúlega góðu skori eða 67 höggum brúttó, 5 höggum undir pari, en með forgjöf var skorið 63 högg.  Ingvi Þór Óskarsson og Arnar Geir Hjartarson léku á 68 höggum eða 65 með forgjöf í þriðja sæti urðu þau Dagbjört Rós Hermundardóttir og Ásmundur Baldvinsson á 67 höggum með forgjöf. Urðu þau jöfn þeim Ingibjörgu Guðjónsdóttur og Birni Sigurðssyni, Þóri Þórissyni og Auði Dúadóttur úr GA og Brynjari Guðmundssyni og Þorbergi Ólafssyni. Þau síðarnefndu voru með heldur lakara skor á seinni 9 holunum og hlutu þau Dagbjört og Ásmundur því þriðja sætið.

Categories: Óflokkað