Fundur um golfskólann, Ólafshúss-mótaröð og fleira

Kynningarfundur verður kl.17:30 þriðjudaginn 4.júní vegna golfskóla Golfklúbbs Sauðárkróks. Við viljum sérstaklega hvetja alla foreldra þeirra barna sem hafa skráð sig í golfskólann í sumar að mæta. Farið verður yfir starfið og einnig verður nýr golfkennari, Mark Irving, kynntur til sögunnar.

Að loknum þessum fundi eða kl.18:15 verður síðan kynning á Ólafshúss-mótaröð klúbbsins sem fer af stað miðvikudaginn 5.júní og verður vikulegt mót á miðvikudögum í allt sumar eins og undanfarin sumur. Farið verður yfir fyrirkomulagið í sumar og skemmtileg viðbót  við mótið ( besta holan ) verður kynnt á fundinum. Við viljum hvetja alla félaga klúbbsins til að mæta. Einnig verður farið yfir breytta forgjafarröð á holum á vellinum.

Að sjálfsögðu verða þessir fundir haldnir í golfskálanum á Hlíðarendavelli.

Categories: Óflokkað