Golfmaraþon á föstudag

Næstkomandi föstudag munu börn og unglingar freista þess að spila 1000 holur til styrktar unglingastarfinu. Hafa þau

Frá Unglingamótinu Nýprent Open

gengið í hús og fengið góðar viðtökur hjá íbúum á Sauðárkróki. Völlurinn verður ekki lokaður á föstudaginn, en aðrir spilarar eru beðnir um að sína sérstaka tillitssemi. Biðjum við félagsmenn að koma við á vellinum og hvetja krakkana áfram eða jafnvel spila með þeim nokkrar holur. Ef einhverjir hafa misst af krökkunum, þegar þau komu að safna áheitum, er hægt að koma við í golfskála og styðja við bakið á þeim.

Categories: Óflokkað