Golfskólinn hefst

Golfskóli Golfklúbbs Sauðárkróks hefst þriðjudaginn 5.júní n.k. og verður starfræktur mánudaga til fimmtudaga  í sumar frá kl.10 – 15 og föstudaga kl.10 – 12. Golfskólinn fyrir 7 – 11 ára  (yngsti árgangur 2005 ) verður milli kl. 10 og 12.  12 ára og eldri  verða síðan á milli kl. 10 og 15.

Þeir allra yngstu geta einnig skráð sig í námskeið á vegum Sumar Tím hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Þar verður hægt að kynnast íþróttinni á vikunámskeiðum frá klukkan 08:00 – 10:00 frá mánudegi til fimmtudags.

Nú hefur Golfklúbburinn fengið að gjöf veglegan búnað sem notaður verður fyrir yngstu kylfingana, þar sem markmiðið er að læra golf í gegn um margvíslega leiki. FISK Seafood færði klúbbnum búnaðinn að gjöf og er það frábær stuðningur við barna- og unglingastarfið.

Þjálfari í golfskólanum alla daga í sumar verður Thomas Olsen golfkennari frá Danmörku. Honum til aðstoðar verða reynslumiklir unglingar úr klúbbnum.

Gjald er kr. 15.000 fyrir 7-11 ára og  kr. 20.000 fyrir 12-16 ára. Þetta gjald er fyrir allt sumarið og inni í því er aðgangur að vellinum fyrir sumarið.

Skráning í golfskólann er hjá Hirti Geirmundssyni – hjortur@fjolnet.is eða í síma 8217041. Hann veitir einnig  frekari upplýsingar.

Thomas Olsen

 

Thomas Olsen mun einnig verða með kennslu fyrir einstaklinga og hópa í sumar.  Á næstu dögum verður nánari tilhögun kennslu birt hér á síðunni, en þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í byrjendanámskeiði eða einstaklingskennslu geta haft samband við Unnar Ingvarsson í netfanginu unnar.ingvarsson@gmail.com eða í síma 892 6640.

Categories: Óflokkað