Hertar reglur

Á hádegi föstudaginn 31. júlí taka gildi hertar aðgerðir yfirvalda vegna COVID-19. Viðbragðshópur GSÍ leggur til að golfklúbbar taki upp þær reglur sem tóku gildi frá og með 4. maí. Sjá nánar á https://www.golf.is/tilkynning-fra-vidbragdshop-gsi-vegna-covid-19-golfleikur-og-motahald/

Golfklúbbur Skagafjarðar mun fylgja tilmælum GSÍ. Þetta þýðir m.a. að ekki má snerta stangir, hrífur verða fjarlægðar úr glompum og svampar settir í holur til að grynna þær.  Munið 2 m reglu, handþvott og spritt.

Stjórn GSS ákvað á fundi í dag (30/7) að fresta Opna Steinullarmótinu um óákveðinn tíma.

Categories: Óflokkað