Hlíðarendavöllur opinn

Frá 17.maí er völlurinn opinn fyrir alla, jafnt klúbbmeðlimi sem aðra. Við viljum taka fram að völlurinn er mjög viðkvæmur og er áríðandi að gengið sé vel um hann einkum þarf að gæta þess að laga boltaför á flötum og setja torfusneppla í för á brautum. Golfkerrur eru nú leyfðar. Bendum við á að þeir sem ekki eru félagsmenn í klúbbnum geta greitt vallargjald með því að setja greiðslu í pósthólf við skálann og þar er hægt að nálgast skorkort. Þá er boltavél á æfingasvæði í gangi og hægt að kaupa token í boltavél í Hlíðarkaup.

Categories: Óflokkað