Ingibjörg sigrar á Hlíðarkaupamótinu

Ingibjörg Guðjónsdóttir sigraði af öryggi á Opna Hlíðarkaupamótinu sem fram fór síðast liðinn laugardag. Í öðru sæti varð Sigurður Hauksson og í því þriðja Hlynur Freyr Einarsson. Mörg mót er framundan á næstu dögum. Háforgjafarmót á þriðjudag, meistaramót hefst á miðvikudag og lýkur á laugardag og á sunnudaginn verður stórskemmtilegt mót sem tengt er British open. Hvetjum við sem allra flesta að taka þátt í þessum mótum enda veðurspáin afar góð.

Categories: Óflokkað