Jónsmessugleði

Föstudaginn 21. júní verður haldin Jónsmessugleði GSS fyrir félaga 18 ára (f. 1995) og eldri. 20 ára (f. 1993) og eldri eru einir tækir til verðlauna til samræmis við landslög varðandi innihlad verðlaunagripsins. Leikið er sem fyrr um hinn alræmda farandpela og Jónsmessumeistari hlýtur að launum hinn silfurslegna grip áfylltan þrúgnagullnum tárum til varðveislu í eitt ár og skal gripnum skilað að ári jafnfullum. Hlotnast meistara sá mikli heiður að fá nafn sitt grafið á gripinn.
Leiknar verða 9 holur teknar að hætti Muggs vallarstjóra og þungar þrautir lagðar fyrir kylfinga. Allir ræstir út klukkan 20:00. Söngur, glens og gaman, undan, á meðan og eftir á.
Daginn eftir fjölmennum við á Skagaströnd í 1. Norðvesturþrennu sumarsins.

Categories: Óflokkað