Halldór Halldórsson GSS sigraði í Opna Friðriksmótinu

Opna Friðriksmótið fór fram á Hlíðarendavelli laugardaginn 15. júní. Alls voru 30 þátttakendur.  Keppnisfyrirkomulagið var punktakeppni með forgjöf.  Halldór Halldórson GSS sigraði með yfirburðum með 41 punkt, í öðru sæti var Bergur Rúnar Björnsson GÓ með 36 punkta og í þriðja sæti var Jónas Már Kristjánsson einnig með 36 punkta en einum punkti minna en Bergur á seinni 9 holunum.  Styrktaraðilar voru ÖrninnGolf, SkjárGolf og Fjölnet og er þeim færðar bestur þakkir fyrir stuðninginn.  Í verðlaun var driver, hybrid kylfa og pútter, áskrift af SkjárGolf í 12 mánuði og Internetáskrift hjá Fjölneti í 21 mánuð. Veitt voru verðlaun fyrir efstu sjö sætin.

1.  Halldór Halldórsson GSS – 41 punktur.
2.  Bergur R. Björnsson GÓ – 36 punktar.
3.  Jónas Már. Kristjánsson GSS – 36 punktar.
4. Hlynur Freyr. Einarsson GSS – 36 punktar.
5.  Einar Einarsson GSS – 35 punktar.
6.  Árný Lilja Árnadóttir GSS -34 punktar.
7.  Atli Freyr Rafnsson GSS – 33 punktar.

Bróðir Atla Freys og sonur Árnýjar Lilju, hinn 13 ára gamli Hákon Ingi Rafnsson var í 8 sæti einnig með 33 punkta.  Rafn Ingi Rafnsson faðir Atla Freys og Hákonar Inga og eiginmaður Árnýjar Lilju var í 9. sæti með 32 punkta.  Óskum þessari miklu og samrýmdu golffjölskyldu innilega til hamingju.

Laugardaginn 22. júní  fer fram Norðvesturþrenna I á Skagaströnd GSK.   Keppendur geta skráð sig á www.golf.is og í síma 8925080 og 8923080.  Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin í höggleik kvenna og karla og fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni.  Munið að skrá ykkur tímanlega á þetta stórskemmtilega mót sem haldið er á hinum rómaða Háagerðisvelli.

Categories: Óflokkað