Kynning á púttmótaröð GSS

Sunnudaginn 3. nóvember frá 14:00-16:00 verður opið hús í inniaðstöðu golfklúbbsins að Borgarflöt 2. Þar verður m.a. kynnt púttmótaröð sem verður spiluð öll fimmtudagskvöld í vetur, undir yfirskriftinni Sjónvarpslausir fimmtudagar. Reglur um mótaröðina verða kynntar á sunnudaginn auk þess sem golfhermirinn verður í gangi.
Hvetjum við alla félaga til að mæta og ræða vetrarstarfið og nýtingu á æfingarhúsnæðinu okkar.

Vinsamlegast látið berast til félaga.

Með bestu kveðju
nefndin

 

Categories: Óflokkað