Lokahóf barna- og unglingastarfsins

Lokahóf barna- og unglingastarfsins var haldið á Hlíðarenda miðvikudaginn 10. október. Krakkarnir og foreldrar spiluðu Bingó og gæddu sér á veitingum frá Sauðárkróksbakarí. Allir iðkendur fengu viðurkenningarskjal fyrir sumarið. Sérstakar viðurkenningar voru veittar fyrir mestu framfarir.
Í hópnum 12 ára og eldri voru það Anna Karen Hjartardóttir og Alexander Franz Þórðarson sem hlutu þær, en í yngri en 12 ára hópnum voru það Dagbjört Sísí Einarsdóttir og Hallur Atli Helgason sem hlutu þær.

Mæting var með ágætum og gaman að sjá hvað krakkarnir voru kát að hittast aftur í skálanum

Við viljum þakka Sauðárkróksbakarí fyrir veitingarnar og VÍS fyrir að gefa Bingóvinningana.

Unglinganefndin þakkar iðkendum og foreldrum kærlega fyrir sumarið og bíður spennt eftir að hitta krakkana aftur þegar inniæfingar hefjast í janúar 🙂

Categories: Börn og unglingar