Aðalfundur GSS 26.nóvember s.l.

Aðalfundur Golfklúbbs Sauðárkróks var haldinn 26.nóvember s.l. í golfskálanum á Hlíðarendavelli.

Á fundinum var kosin ný stjórn og í nefndir. Helstu breytingar vor þær að Kristján Bjarni Halldórsson var kosinn nýr formaður, Kristján Eggert Jónasson er nýr gjaldkeri klúbbsins. Þá er Guðmundur Ágúst Guðmundsson nýr formaður vallar og skipulagsnefndar.

Á fundinum var einnig samþykkt ný gjaldskrá fyrir starfsárið.

Á fundinum var afhentur fyrirmyndarbikar golfklúbbsins og fyrir valinu að þessu sinni varð Guðrún Björg Guðmundsdóttir.

Upplýsingar um stjórn og nefndir ásamt nýrri gjaldskrá er að finna hér á heimasíðunni.

Categories: Félagsstarf