Lokamót Ólafshússmótaraðarinnar til styrktar Ljósinu til minngar um Ingvar Gunnar Guðnason.

Lokamót Ólafshússmótaraðarinnar verður tileinkað fyrrum félaga okkar Ingvari Gunnari Guðnasyni sem féll frá í júlí sl. Andvirði þátttökugjalds og frjáls framlög félaga renna til Ljóssins í nafni Golfklúbbs Sauðárkróks.  Áætluð mótslok eru um klukkan 21:30 en þá verða veitt verðlaun fyrir besta árangurinn á mótaröðinni og fyrir lægsta skor í leiknum um bestu holu.  Þeir félagar sem ekki taka þátt í lokamótinu eru hvattir til að vera við verðlaunaafhendinguna og leggja málefninu lið með frjálsu framlagi.  

Veitingar í mótslok og eru GSS félagar beðnir um að koma með brauðrétt, köku eða bara það sem hentar hverjum og einum. 

 

Categories: Óflokkað