Meistaramót GSS 2019

Arnar Geir Hjartarson (295 högg) og Árný Lilja Árnadóttir (324 högg) urðu klúbbmeistarar á meistaramóti GSS sem fór fram að Hlíðarenda dagana 10. – 13. júlí.  Þátttakendur voru 38 talsins og nutu þeir sín vel í góðu veðri á vellinum sem er í toppstandi.  Spilaðir voru 4 hringir, nema í byrjendaflokki og öldungaflokki þar sem spilaðir voru 3 hringir.   Að loknu móti var verðlaunaafhending og lokahóf í skála þar sem Kaffi Krókur sá um veitingarnar.  Úrstlit mótsins má sjá inn á golf.is

Categories: Óflokkað